Styrkumsóknir
Stjórnendur stofunnar leggja mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð hennar. Stofan styrkir árlega fjölmörg menningar-, íþrótta- og mannúðarmál, aðallega á Suðurnesjum.
Til þess að gera öllum jafnt undir höfði er öllum umsækjendum um styrki gert að sækja um með því að senda tölvupóst á stjórn stofunnar. Stjórn stofunnar fer reglulega yfir allar umsóknir og þeim er öllum svarað.
Vinsamlega sendið tölvubréf á LSLEGAL (@) LSLEGAL.IS (fjarlægið bil og sviga) með eftirtöldum upplýsingum:
- Nafn umsækjanda
- Ábyrgðarmaður umsækjanda
- Kennitala umsækjanda
- Bankaupplýsingar umsækjanda
- Ástæða umsóknarinnar
- Hvernig styrktarfé verður varið
13. apríl 2015,
f.h. Lögfræðistofu Suðurnesja ehf.,
Unnar Steinn Bjarndal hdl.