Stefna

Stefna ráðgjafa stofunnar

Stefna ráðgjafa stofunnar er að veita framúrskarandi þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi.

Gæði í störfum ráðgjafa stofunnar

Ráðgjafar stofunnar takast skipulega á við sérhvert úrlausnarefni til að tryggja hag viðskiptavina og fyrirtækisins sem best. Ráðgjafar stofunnar bera skipulega saman bækur sínar og fylgjast náið með öllum breytingum á íslenskum rétti og þróun í efnahagslífinu. Með því móti tryggja ráðgjafar stofunnar að allir viðskiptavinir hennar fái ávallt samskonar, framúrskarandi þjónustu.

Samskipti ráðgjafa og viðskiptavina stofunnar

Lögmenn og ráðgjafar stofunnar starfa með það að markmiði að stofan njóti trausts og virðingar viðskiptavina sinna, samstarfsaðila, dómstóla og allra þeirra sem þeir eiga samskipti við. Trúnaður lögmanna og annarra ráðgjafa stofunnar við viðskiptavini sína er órjúfanlegur.

Aðkallandi verkefni

Ráðgjafar stofunnar ábyrgjast að þörfum allra viðskiptavina stofunnar verði ávallt fullnægt, hversu aðkallandi sem verkefni þeirra kunni að vera.