Lögfræðiþjónusta síðan 1960

Lögfræðistofa Suðurnesja hefur sinnt lögfræðiþjónustu við Suðurnesjamenn frá árinu 1960. Þó að verkefni stofunnar séu flest á Suðurnesjum koma viðskiptavinir stofunnar hvaðanæva að af landinu. Skrifstofur stofunnar eru að Hafnargötu 51 – 55 (2. hæð) í Reykjanesbæ en vegna verkefna í þágu stofunnar ferðast lögmenn hennar um allt land. Lögfræðimenntaðir starfsmenn stofunnar eru sex talsins. Starfsmenn lögfræðisviðs, fjármálasviðs og bókhaldssviðs eru alls tíu. Flestir starfsmenn stofunnar eru búsettir á Suðurnesjum – en stofan leggur sérstaka áherslu á góða þjónustu við Suðurnesjamenn.

Lögfræðistofa Suðurnesja

Starfsemi Lögfræðistofu Suðurnesja byggir á breiðum grunni, en áhersla er lögð á góða þjónustu við viðskiptalífið. Viðskiptavinir stofunnar eru m.a. fjölmörg sveitarfélög, stofnanir sveitarfélaga, opinberar stofnanir, stór fyrirtæki sem eru í fararbroddi í samkeppnisumhverfi, félagasamtök, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar. Ef það er eitthvað sem þú telur að starfsfólk Lögfræðistofu Suðurnesja geti aðstoðað þig eða fyrirtæki þitt við, þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur og ræða málin.

Hér að neðan eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um stofuna:
___________________________________________________________

Lögfræðistofa Suðurnesja ehf.
Kt. 560294 2049
VSK númer 41398

LS Finance ehf.

Kt. 560692 2349
VSK númer 35540

LS Credit ehf.

Kt. 651109 1080
VSK númer 103553

Hafnargötu 51 – 55 (2. hæð)

230 Reykjanesbær
Sími: 420 4040
Bréfsími: 420 4049