Trúnaður

Lögmenn stofunnar leggja mikla áherslu á að þeir fylgi ávallt lögum og siðareglum lögmanna, hvað varðar störf þeirra og ábyrgð. Lögmenn stofunnar vilja að auki leggja ríka áherslu á að á Lögfræðistofu Suðurnesja er trúnaður skjólstæðinga okkar ávallt hafður í fyrirrúmi. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér lög og reglur sem gilda um störf lögmanna, m.a. lög um lögmenn nr. 77/1998. Lögmannafélag Íslands getur að auki gefið almenningi góðar upplýsingar um störf og starfshætti lögmanna.

Trúnaður okkar við þig er ávallt órjúfanlegur!

_______________________________________________

18. gr. lögmannalaga:

,,Lögmönnum ber í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna.”

22. gr. lögmannalaga:

,,Lögmaður ber þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. Starfsmaður lögmanns er einnig bundinn þagnarskyldu um slík trúnaðarmál sem hann kann að komast að vegna starfa sinna.”

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér lög og reglur sem gilda um störf lögmanna. Lög um lögmenn nr. 77/1998. Lögmannafélag Íslands getur að auki gefið almenningi góðar upplýsingar um störf og starfshætti lögmanna.