Þjónusta

Lögfræðistofa Suðurnesja býr að miklum mannauði. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af því að veita atvinnulífinu ýmis konar lögfræðiráðgjöf og gæta hagsmuna viðskiptavina sinna fyrir dómstólum og gagnvart stjórnvöldum.

Á stofunni starfa lögmenn með ólíkan bakgrunn og sérsvið og því getur Lögfræðistofa Suðurnesja veitt viðskiptavinum sínum þjónustu á breiðum og yfirgripsmiklum grundvelli. Viðskiptavinir stofunnar eru m.a. fjölmörg sveitarfélög, stofnanir sveitarfélaga, opinberar stofnanir, stór fyrirtæki sem eru í fararbroddi í samkeppnisumhverfi, félagasamtök, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar.

Það er markmið okkar að veita ávallt framúrskarandi þjónustu og trausta ráðgjöf. Við stefnum ávallt að því að þjónusta viðskiptavini okkar með skjótum og öruggum vinnubrögðum.

Ef það er eitthvað sem þú telur að lögmenn okkar geti aðstoðað þig eða þitt fyrirtæki við, þá ekki hika við að hafa samband.