Lögfræðiþjónusta

Lögfræðistofa Suðurnesja er traust alhliða ráðgjafarfyrirtæki sem veitir jafnt stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu sína. Stofan býður upp á lögfræðiþjónustu á breiðum grunni og hafa lögmenn stofunnar mikla og haldbæra reynslu. Stofan á sér traustar rætur. Sögu hennar má rekja til ársins 1960 og hefur stofan verið leiðandi á sínu starfssvæði allar götur síðan. Stofan er samstarfsaðili PACTA á Suðurnesjum.

Sögu Lögfræðistofu Suðurnesja má rekja til ársins 1960 og hefur stofan allar götur síðan veitt atvinnulífinu þjónustu sína. Á þeim rúmu fimmtíu árum sem liðin eru hefur margt breyst í atvinnulífinu en grunngildin eru enn þau sömu. Þannig stefnir hið rótgróna ráðgjafarfyrirtæki enn sem áður fyrr að því markmiði að veita vandaða þjónustu á skilvirkan og traustan hátt þannig að fyrirtæki og stofnanir geti nýtt auðlindir sínar og tækifæri eftir bestu getu.

Þjónusta stofunnar er sniðin eftir þörfum hvers viðskiptavinar. Starfsfólk Lögfræðistofu Suðurnesja kappkostar að tryggja að stofan verði ætíð í fararbroddi í þjónustu við atvinnulífið. Af þeim sökum hefur starfsemi stofunnar nýverið verið endurskipulögð þannig að viðskiptavinum er nú veitt þjónusta á þremur sérfræðisviðum; lögfræðisviði, fjármálasviði og bókhaldssviði. Ef það er eitthvað sem þú telur að starfsfólk stofunnar geti aðstoðað þig eða fyrirtæki þitt við, þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur og ræða málin.