Fjármálaráðgjöf

LS Finance er alhliða ráðgjafarfyrirtæki sem veitir jafnt stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum yfirgripsmikla ráðgjafarþjónustu á sviði viðskipta, reksturs og fjármála. Stofan býður upp á fjármálaþjónustu á breiðum grunni og hafa viðskipta- og hagfræðimenntaðir ráðgjafar stofunnar ásamt lögmönnum hennar mikla og haldbæra reynslu af flestum sviðum viðskipta- og fjármála.

Fjármálasvið stofunnar leggur ríka áherslu að veita viðskiptavinum sínum vandaða og faglega ráðgjöf þar sem heilindi og trúnaður er ávallt hafður að leiðarljósi. Stofan hefur hagsmuni viðskiptavina sinna ávallt í fyrirrúmi og er lögð áhersla á að þjónustan skili tilætluðum árangri ásamt því að hún skilji eftir sig þekkingu og færni á viðkomandi sviði, viðskiptavinum okkar til framdráttar.

Ráðgjafar fjármálasviðs hafa yfirgripsmikla reynslu af verkefnum úr hinum ýmsu atvinnugreinum. Verkefnareynsla fjármálasviðs nær yfir allt frá ráðgjöf fyrir smærri fyrirtæki til vinnu við endurskipulagningu, kaup og sölu, samruna og verðmat fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir, bæði hérlendis og erlendis.