Þjónusta

LS Credit veitir bókhaldsþjónustu sem tekur tillit til allra helstu þátta er snerta bókhald og fjármál fyrirtækja. Það er okkar markmið að veita vandaða og faglega þjónustu og leggjum við ríka áherslu á að öll samskipti við umbjóðendur okkar grundvallist af heilindum og trúnaði. Mörg fyrirtæki velja nú þegar þjónustu LS Credit og eru þau af öllum stærðum og gerðum, allt frá einyrkjum í atvinnurekstri til stærri fyrirtækja með umfangsmikinn rekstur.

LS Credit starfar m.a. á eftirfarandi sviðum:

  • Röðun og merking fylgiskjala

  • Færsla bókhalds

  • Uppgjör og skil virðisaukaskatts

  • Launavinnsla

  • Uppgjör og ársreikningagerð

  • Skjalagerð við stofnun fyrirtækja

  • Útskrift sölureikninga

  • O.fl.

    Ef það er eitthvað sem þú telur að starfsmenn LS Credit geti aðstoðað þig eða þitt fyrirtæki við, þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.