Bókhaldsþjónusta

LS Credit veitir alla almenna bókhalds- og fjármálaráðgjöf. Fyrirtækið þjónustar jafnt stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Fyrirtækið býður upp á bókhaldsþjónustu á breiðum grunni og veitir viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu.

Bókhaldssvið stofunnar leggur ríka áherslu að veita viðskiptavinum sínum vandaða, persónulega og faglega bókhaldsráðgjöf á samkeppnishæfu verði. Starfsmenn bókhaldssviðs stofunnar leggja áherslu að viðskiptavinir geti einbeitt sér að því sem þeir gera best, á meðan við sjáum um bókhaldið.

Bókhaldssviðið notast helst við dk viðskiptahugbúnað við rafrænt bókhald viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á rafræna vinnslu þar sem því verður komið við, t.a.m við virðisaukauppgjör og launavinnslu. Þá býðst viðskiptavinum bókhaldssviðsins að tengjast eigin heimasvæði á vefsvæði okkar þar sem þeim gefst kostur á að sækja gögn sem tengjast bókhaldi sínu ásamt leiðbeiningarbæklinga og aðrar hagnýtar upplýsingar. Hjá okkur er bókhald þitt í öruggum höndum sérfræðinga þar sem þú færð alla þá sérfræðiráðgjöf sem þig vantar á einum stað. Endilega hafðu samband við bókhaldssviðið til að sjá hvað við getum gert fyrir þig eða fyrirtækið þitt, við tökum alltaf vel á móti þér.